Nánari lýsing
Mirador 28
Rúmgott fjarkahús í Mirador de Villamartin IV með aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á markað, Villamartin Plaza, flotta golfvelli og La Zenia verslunarmiðstöðina. Einnig fylgir bílastæði við húsið fyrir bílaleigubílinn. Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið. Í stofunni er tungusófi, hægindastóll og snjallsjónvarp svo gestir geta td. skráð sig inná sitt NETFLIX. Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar. Í kjallara húsins eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og rúmgott alrými með sófa, hægindastól og sjónvarpi. Einnig er þvottahús með þvottavél og þurrkara í kjallara.
Þetta er frábært hús fyrir stórar fjölskyldur eða vinahópa með svefnplássi fyrir allt að 10 gesti og að auki er barnaferðarúm.
Svefnherbergin eru fimm
Á fyrstu hæð er rúmgott svefnherbergi með hjónarúmi, fataskáp og loftkælingu. Tvö svefnherbergi eru á annari hæð húsins annað með hjónarúmi, fataskáp og loftkælingu og hitt er með kojum, fataskáp og loftkælingu. Frá báðum svefnherbergjum á efri hæð er hægt að ganga út á þaksvalirnar sem eru með útisófasetti, sólhlíf, gasgrilli og sólbekkjum.
Gengið er frá stofunni niður í kjallara með litlum gluggum þar sem eru tvö svefnherbergi, eitt með hjónarúmi og hitt með tveimur einstaklingsrúmum. Sængur eru til staðar sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.
Baðherbergin eru þrjú
Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu með skúffum er á aðalhæðinni. Annað baðherbergi er á efri hæð með salerni, vaski, sturtu og innrétting með skúffum.
Einnig er baðherbergi í kjallara með salerni, vaski, sturtu og innréttingu með skúffum. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Svalir og sundlaugargarður
Við húsið er flísalögð verönd út frá stofu og einnig aðstaða fyrir borð og stóla. Frá herbergjum á annari hæð húsins er útgengt út á rúmgóðar þaksvalir með útihúsgögnum, sólhlíf, gasgrilli og sólbekkjum. Í sameign er sundlaugargarður í lokuðum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar á Spáni.
Aðrar eignir stutt frá
Við erum einnig með aðrar íbúðir á svæðinu í Mirador de Villamartin, Green Hills og Villamartin Gardens sem eru við sömu götu og stutt að labba á milli. Frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.